English

Ottó Guðjónsson lýtalæknir

Hagnýtar upplýsingar

Tímapantanir hjá Ottó Guðjónssyni lýtalækni fara gegnum skiptiborð móttökuritara. Skiptiborðið er opið alla virka daga milli klukkan 9:00 og 17:00.
Símanúmerið er 515 1600

Undirbúningur

Fyrsta skrefið varðandi fegrunar- og lýtalækningar felst í að panta viðtal svo læknir heyri frá sjúklingi hvað hann vill láta laga. Læknirinn veitir ráðleggingar um undirbúning fyrir aðgerð m.a. varðandi mat og drykk, reykingar og inntöku lyfja en eðli málsins samkvæmt er sá undirbúningur mismunandi og fer eftir umfangi aðgerðar. Sú regla gildir fyrir svæfingu að vera fastandi frá miðnætti daginn fyrir aðgerðina. Ef sjúklingur er með kvef, flensu eða einhverja sýkingu, þarf að ráðfæra sig við lækni. Yfirleitt þarf að fresta aðgerðum ef veikindi koma upp á áætluðum aðgerðardegi. Alla jafna skal gera ráðstafanir til að verða sótt/ur á sjúkrastofnunina og að einhver verði þér innan handar í 1-2 daga eftir aðgerðina.

Aðstaðan

Ottó er með aðstöðu til að framkvæma aðgerðir á tveimur stöðum; Álfheimum 74 í Reykjavík og á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi fyrir stærri aðgerðir. Aðstaðan á báðum skurð- og aðgerðarstofum er eins og best verður á kosið. Aðgerðir eru ýmist gerðar í almennri svæfingu eða staðdeyfingu eftir því hvað við hverju sinni.

Eftirlit eftir aðgerð

Eftir að aðgerð, sem kallað hefur á svæfingu, er lokið liggur sjúklingur á vöknun þar sem hann jafnar sig og fer oftast heim samdægurs eða liggur inni eina nótt á sjúkrahúsi (eftir stærri aðgerðir). Þar að auki fá sjúklingar símanúmer hjá Ottó og geta hringt ef eitthvað óvænt kemur upp á eða ef óskað er eftir svörum við spurningum sem kunna að vakna. Alla jafna koma sjúklingar í eftirlit á stofu einu sinni eða oftar, allt eftir umfangi aðgerðar.

Gjaldskrá

Verð á lýta- og fegrunaraðgerðum er töluvert misjafnt og fer eftir umfangi aðgerðar, því er erfitt að setja niður altæka gjaldskrá. Þó skal taka fram að Tryggingastofnun greiðir alla jafna ekki hlut í fegrunaraðgerðum. Slíkar aðgerðir eru framkvæmdar í þeim tilgangi að fegra eða bæta útlit eða endurheimta yngra útlit. Einstaklingar sem óska eftir slíkum aðgerðum, teljast ekki sjúkir né bera þeir menjar áverka eða slysa og taka almannatryggingar því ekki þátt í kostnaði við slíkar aðgerðir. Stofnunin niðurgreiðir hluta lýtaaðgerða til að lagfæra ástand eftir slys eða sjúkdóma, í og sumum tilfellum meðfædd lýti. Hvert og eitt tilvik er þó metið sérstaklega.

Almennar upplýsingar um lýta- og fegrunaraðgerðir

Ottó Guðjónsson.

Sérgrein:
Lýta- og fegrunaraðgerðir
Aðsetur:
Álfheimar 74, 7. hæð, 108 Reykjavik
Sími:
515 1600
 
Sérgrein:
Lýta- og fegrunaraðgerðir
Aðsetur:
Álfheimar 74, 7. hæð, 108 Reykjavik
Sími:
515 1600